Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

gleðifréttir

það var sannarlega komin tími til gleðilegra tíðinda. Kosning ameríska drengsins Barraks Husseins í stöðu forseta Bandaríkjanna ætti samt að vera okkur íslendingum gleðitíðindi. Fyrir utan það að ætla sér að takast á vð bandaríska heibrigðiskerfið, loka Guantanamo, kalla heim hermennina frá Irak og jafnvel hækka skattana, þá er það merkilegt í ljósi sögunnar að þeldökkur maður sitji á forsetasól Ameríku. Og svo er það spurningin hvort það kemur okkur íslendingum ekki beint til góða...

Partur af döpru fréttunum frá gærdeginum er kannski þetta hvað menntamálaráðherrann okkar og hennar maki töpuðu miklum peningum við fall bankana. Hann sem sagt yfirmaður í Kaupþingi og hún yfirmaður menntamála í landinu héldu að hagkefi landsins væri að fúnkera alveg þangað til fyrsti bankinn fór á hliðina! :(  oggu skrýtið eða...........

hvað finnst ykkur?

adios


Laun bankastjóra

Það lofar ekki góðu finnst mér laun piltsins sem ráðin hefur verið bankastjóri hins nýja KB banka. Það lofar heldur ekki góðu að sá snáði skuli koma úr röðum efstu stjórnenda bankans sem silgdu honum í strand. Ætli þetta sé það sem koma skal? Eru stjórnendur hjá ríkinu virkilega með um 2 milljónir á mánuði?. Er þetta ekki hámark siðleysi ríkisins að ráða hann inn á þessum launum? Af hverju var ekki auglýst í þessar stöður? og afhverju eru launin hans ekki takt við það sem mér er sagt að sé að gerast hér á Íslandi? Miðað við þessi laun hans dettur manni í hug að ástandið sé ekki eins grafalvarlegt og þeir Geir og Grani hafa látið í veðri vaka. 

ég hræðist það ógegnsæi sem við erum að verða vitni að........ á virkilega ekkert að læra af þessu???


Davíð hvað?

Það er undarlegt með allt þetta sem gengur á í þjóðfélaginu í dag sagði kunningi minn við mig áðan. "Fólk heldur að ef Davíð verði vikið úr Seðlabankanum að þá verði allt gott aftur. Fólk er búið að persónugera þetta ástand við Davíð kallinn Oddson og nú er hann blátt áfram lagður í einelti  þessi maður sem hefur unnið íslensku þjóðinni svo mikla farsæld í gegnum tíðina". Þegar hér var komið get eg ekki þagað lengur og sagði að líklega hefði það verið happadrýgst fyrir hina íslensku þjóð ef Davíð hefði aldrei farið í Seðlabankann. Ekki var þessi kunningi minn sammál mer í þvi enda telur hann Davíð allstaðar fremstan meðal jafningja og einhvers staðar varð hann að fá vinnu og Seðlabankinn hentaði jú ágætlega fannst honum. Þessi umræddi kunningi minn er nátturulega yfirlýstur sjálfstæðismaður og hrædd er eg um að hann fylgdi Davíð karlinum fyrir björg. 

Eg vona sannarlega að nú sé komið að því í íslenkri pólitík að farið verði að ráða í æðstu stöður eftir þekkingu og getu,  ekki eftir pólitískri skoðun. Ég trúi ekki öðru en við lærum hér af reynslunni.

Sígasprandi getulítill seðlabankastjóri er ekki það sem við þurfum á að halda og höfum aldrei þurft.

Hvað finnst ykkur annars?

ekki meira að sinni

adios


eftirlaunafrumvarp

Mér finnst ferlega skrýtið hvað það virðist vera mikið mál að afnema eftirlaunafrumvarpið. Mig minnir endilega að í síðustu alþingiskostningum hafi okkur verið lofað þvi að það yrði fellt úr gildi, enda finnst mér það sína okkur glöggt, svo ekki verði um vilst, að hér ríkir bullandi spilling.  En nú er það orðið svo flókið að fella þetta úr gildi að það virðist bara vera nánast ógerlegt. Það var ekki kvartað yfir þvi að það væri flókið þegar það var keyrt í gegnum þingið forðum, en nú eru víst breyttir tímar.

Eg er enn að spá í mataræðið mitt...... nú les eg utan á allar matarumbúðir og er að verða meðvituð um hvað eg er að láta ofan í mig. Hafið þið tekið eftir þvi hvað viðbættur sykur er víða í matvælum? meira að segja í kjúklingabringum er að finna viðbættan sykur........ Hvað finnst ykkur um það?

eg var oggu spæld þegar eg uppgötvaði það

Ekki meiri pælingar í bili

:)


hjúkrunarfræðingar

ég er svo ánægð með hjúkrunarfræðingana sem voru í Kastljósinu í gærkvöldi.  Mér fannst þær málefnalegar og flottar. það er sannarlega komin tími til að hjúkrunarfræðingar sýni að þær standa þétt saman og það er ekki hægt að bjóða þeim hvað sem er. er það ekki makalaust að þær séu að lesa um stöðuna í eigin deilu - á meðan heilbrigðisráðherra og yfirstjórn sjúkrahússins segja ítrekað að það sé verið að "reyna" að semja við þær.

til hamingju stelpur - þið standið ykkur vel

ekki meira að sinni

adios


Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband