Færsluflokkur: Bílar og akstur
13.8.2008 | 20:49
Meiri músík... meistari Clapton
eitthvað er ég nú löt í blogginu- enda mikið að gera yfir hásumarið. það eru ýmsar skyldur sem kalla, til að mynda að láta sér líða vel í sumarfríinu.. gera sem minnst og hugsa bara um eigið skinn:)
en eg fór á tónleikana með Clapton um daginn. Ég fílaði karlinn í botn og naut þess virkilega að vera þarna. það var ótrúlegt að sjá og heyra kraftinn í tónlistinni og merkilegt hvað hann hefur enn mikið úthald. Mer fannst þó vanta upp á að hann tæki gömlu slagarana sína eins og Lay down Sally, Laila, I shot the sheriff og fleiri og fleiri. Ég var létt pirruð á sleðaganginum sem kom á daginn ef maður vildi kaupa sér drykk. Þarna var ferlega heitt og allir löðursveittir, en eg mátti standa í biðröð í eina og hálfa klukkustund til að komast að til að kaupa drykki. Þarna voru örfáir litlir krakkar ( ekki yfir 18 ára mundi eg giska á) að afgreiða bjór, hvítvín og vatn. þetta tók óratíma þvi að ekki mátti afgreiða bjórinn í dósunum heldur var honum helt í plastglas og sama gilti um hvítvínið. þetta tók óratíma og fólkið sem stóð þarna í biðröð frekar óhresst með ástandið. Er það ekki doldið klikkað að fyrir miða sem kostar 9000 kr. skuli manni vera boðið upp á slíkt?? ég á ekki von á að það hafi mikill peningur farið í að borga þeim sem unnu á barnum, því þau voru sennilega á lægsta taxta og svo voru þau líka svo fá. oggu molbúalegt. Get lítið dæmt um Ellen því allan þann tíma sem hún var að syngja var eg í biðröðinni. En Clapton var schnilld:)
en nú er spennandi að vita hver verða næstu skref í borgarmálunum:)
adios
27.5.2008 | 22:11
eldhúsdagsumræður
Í minningunni eru eldhúsdagsumræður eitt af þvi leiðinlegasta sem hugsast gat. Það hefur lítið skánað- kannski aðeins eftir að smá pólitískur áhugi vaknaði. Ég á bara í dottlum vandræðum með að skilja almennilega út á hvað pólitíkin gengur.
Mér finnst til dæmis alveg rosalega skrýtið að hið háa virðulega alþingi sé að fara í frí, þrátt fyrir að mörg mál séu enn óafgreidd sem til stóð að afgreiða nú í vor. Þarf maður ekki alltaf að klára áður en farið er í frí???
Guðni Ágústsson er nottla doldið fyndin - er hann að spila sig svona? Mér finnst hann Ögmundur Jónasson vera hálfgerður atvinnu nöldrari og Steingrímur Sigfússon leiðinlega aggresivur stundum. Geir Haarde er svona eins og ekta landsfaðir - hvað svo sem það er (!) fetar léttilega í spor Davíðs. Ingibjörg Sólrún sveiflast til og frá og er langt frá því að vera trú sínum prinsipp málum- enda verður hún nottla að halda friðin í sambúðinni við Geir og grananna og greinilegt að ýmislegu er hægt að fórna fyrir það. Aumingja Þórunn Sveinbjarnar - hvað er þetta eiginlega með hana?? og af þvi að sjónvarpið er búið að vera opið hjá mer - þá dettur manni í hug hvort aumingja karlinn hann Guðjón Arnar ætli nú ekki að fara að drífa sig á danska kúrinn ...
mér hefur ekki gengið sérlega vel að taka mataræðið mitt í gegn... en eg er alltaf að spá
ekki meira í bili
adios
15.5.2008 | 11:48
hraðakstur
fyrir um viku síðan þurfti eg að fara upp á Bifröst í Borgarfirði fyrir son minn, sem var að vinna. þar sem að eg var að fara með gögn fyrir hann sem áttu að ná inn áður en skrifstofan lokaði keyrði eg aðeins yfir þessa 90 km sem leyfilegt er að keyra út á þjóðvegi no 1.
í gær fékk eg bréf frá lögreglunni í Stykkishólmi um að eg hefði verið "nöppuð" í myndavél á norðurleið á heilum 101 km hraða. Meðfylgjandi er svo innheimtudseðill upp á 23000 krónur - ef eg borga strax. Nú ef eg ekki borga innan vikutíma þá hækkar þetta í 30000 krónur - og ef eg ekki borga það - þá verður farið með þetta sem almennt sakamál. Fyrr má nú aldeilis vera.
Í gegnum tíðina hef ég svo ótal sinnum keyrt út á þessum hringvegi. VIð sem að erum vön að keyra þetta vitum það að fæstir keyra þennan veg á 90 km hraða. Eg reyni að passa mig að halda mig innan við 110 km hraða og hef alltaf gert. En ef eg ætti að dóla þetta á 90 kílómetrunum yrði eg illa pirruð á áfangastað.
Mér finnst þetta allt of allt of mikill peningur að borga fyrir ekki stærra brot en þetta:)
hvað finnst ykkur?
9.5.2008 | 18:16
Borgarstjóri
29.4.2008 | 19:30
smá hugleiðingar
Æ það er nú ágætt að blessaðir vörubílstjórarnir eru farnir að þreytast. Lögreglan fær tíma til að hvíla sig og safna kröftum. Mér fannst foringi þeirra bílstjóranna dálítið spaugilegur þegar hann sagði í viðtali einhvers staðar að nú væri komin tími til að alþingi færi að vinna vinnuna sína - það sem þyrfti að gera núna væri að kalla alþingi saman!
Hjúkkurnar virðast ákveðnar í að yfirgefa skurðstofurnar, maður spyr hvort ekki hefði verið skynsamlegra að reyna diplómatísku leiðina að hálfu stjórnenda, - hvað finnst ykkur? Vissulega er Landspítalinn stórt batterí, og mikið og erfitt mál að láta hann rúlla, en það er eins og að allar ákvarðanir sem teknar eru og hafa með rekstur hans eða þá þjónustu sem hann veitir að gera, séu teknar ofanfrá og gefnar skipanir niður eftir hírarkíinu, en Þeir einstaklingar sem vinna "á gólfinu" hafa lítið eða ekki neitt til málanna að leggja.
Karlófreskjan sem lokaði dóttur sína inni í kjallara og eignaðist með henni sjö börn -- maður er bara orðlaus, - þvílíkur viðbjóður
það sem fer mest í taugarnar á mér þessa dagana eru veggjakrotarar og sinuíkveikjarar, en á hinn bóginn er vorkoman og langir dagar það sem gleður
en það sem ber hæðst í mínu lífi er að eg er mikið að spá í að taka mataræði mitt í gegn-- og þá er eg að tala um matarÆÐI
Ég mun segja frá því af og til....
ekki meira í bili
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar