hraðakstur

fyrir um viku síðan þurfti eg að fara upp á Bifröst í Borgarfirði fyrir son minn, sem var að vinna. þar sem að eg var að fara með gögn fyrir hann sem áttu að ná inn áður en skrifstofan lokaði keyrði eg aðeins yfir þessa 90 km sem leyfilegt er að keyra út á þjóðvegi no 1.

í gær fékk eg bréf frá lögreglunni í Stykkishólmi um að eg hefði verið "nöppuð" í myndavél á norðurleið á heilum 101 km hraða. Meðfylgjandi er svo innheimtudseðill upp á 23000 krónur - ef eg borga strax. Nú ef eg ekki borga innan vikutíma þá hækkar þetta í 30000 krónur - og ef eg ekki borga það - þá verður farið með þetta sem almennt sakamál. Fyrr má nú aldeilis vera.

Í gegnum tíðina hef ég svo ótal sinnum keyrt út á þessum hringvegi. VIð sem að erum vön að keyra þetta vitum það að fæstir keyra þennan veg á 90 km hraða. Eg reyni að passa mig að halda mig innan við 110 km hraða og hef alltaf gert. En ef eg ætti að dóla þetta á 90 kílómetrunum yrði eg illa pirruð á áfangastað.

Mér finnst þetta allt of allt of mikill peningur að borga fyrir ekki stærra brot en þetta:)

hvað finnst ykkur?

ToungeW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo aldeilis hissa - engir peningar til hjá lögguni í Stykkishólmi? Kleinuhringjakassinn tómur. En í alvöru þá finnst mér sekt við 11 km yfir hámarkshraða hreint bankarán, að ég tali nú ekki um upphæðina. Ef þetta væri spuring um verulegan hraðakstur þá gegnir kannske öðru máli. Tilfellið er að í flestum vestænum löndum eru vegasektir notaðar meira í fjáröflunarskyni en til að stemma stigu við hraðakstri. Þeir sem segja öðruvísi eru fúpparar. Eigum við að láta hattinn ganga og hjálpa þessari stúlku með sektina?

Sigríður Mac Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband