eldhúsdagsumræður

Í minningunni eru eldhúsdagsumræður eitt af þvi leiðinlegasta sem hugsast gat. Það  hefur lítið skánað- kannski aðeins eftir að smá pólitískur áhugi vaknaði. Ég á bara í dottlum vandræðum með að skilja almennilega út á hvað pólitíkin gengur.

Mér finnst til dæmis alveg rosalega skrýtið að hið háa virðulega alþingi sé að fara í frí, þrátt fyrir að mörg mál séu enn óafgreidd sem til stóð að afgreiða nú í vor. Þarf maður ekki alltaf að klára áður en farið er í frí???

Guðni Ágústsson er nottla doldið fyndin - er hann að spila sig svona? Mér finnst hann Ögmundur Jónasson vera hálfgerður atvinnu nöldrari og Steingrímur Sigfússon leiðinlega aggresivur stundum. Geir Haarde er svona eins og ekta landsfaðir - hvað svo sem það er (!) fetar léttilega í spor Davíðs. Ingibjörg Sólrún sveiflast til og frá og er langt frá því að vera trú sínum prinsipp málum- enda verður hún nottla að halda friðin í sambúðinni við Geir og grananna  og greinilegt að ýmislegu er hægt að fórna fyrir það. Aumingja Þórunn Sveinbjarnar - hvað er þetta eiginlega með hana?? og af þvi að sjónvarpið er búið að vera opið hjá mer - þá dettur manni í hug hvort aumingja karlinn hann Guðjón Arnar ætli nú ekki að fara að drífa  sig á danska kúrinn ...

mér hefur ekki gengið sérlega vel að taka mataræðið mitt í gegn... en eg er alltaf að spá

ekki meira í bili

adios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha... já manstu eilífðararmæðuna og sálardrepandi sjálfsupphafninguna sem maður hafði í eyrunum meðan þetta hörmungarútvarpsefni tröllreið hlustum okkar - og enginn sjens að skipta um rás!

Ég hef aldrei getað horft eða hlustað á eldhúsdagsumræður síðan - sjálfviljug.

Luvvvja

Inga (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:09

2 identicon

Ég klökkna nú bara er ég lít til baka og minnist eldhúsdagsumræðnana í gamla daga, man meira að segja eftir Ólafi Thors þegar hann var uppá sitt besta. Held meira að segja að mér, barninu, hafi fundist hann skemmtilegur! Kannske var það vegna þess að afi þoldi hann illa og alltaf spennandi að heyra hvað afa fannst um umræðurnar.

Ef litið er á hvar Ísland stendur í heimsstiganum hvað varðar velsæld og lífsgæði, ásamt auðveldum aðgangi að menntun og heilsugæslu, þá er auðvelt að álykta að stjórnvöld á Íslandi séu vel fær um sín störf. En ekki finnst mér þó að þar þurfi að þakka Ingibjörgu Sólrúnu neitt sérstaklega! 

Það var gaman að lesa bloggið þitt,  ég þyrfti líka að fara á "danska kúrinn", Getur þú vísað okkur Guðjóni Arnari á eintak af kúrnum?

Bóndadóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband