4.6.2008 | 19:53
íhísbjarnarstúss
mér finnst það oggu merkilegt hvað fall ísbjarnarins á Þverárfjalli vakti hörð viðbrögð hjá fjölda fólks. Allir áttu það sammerkt að vita nákvæmlega hvernig átti að bregðast við bangsa þarna upp á regin fjöllum. Er það ekki kostulegt hvað það eru margir sem hafa það á hreinu hvað best er að gera í stöðunni ef gengið er fram á bangsa.
Ég segi bara alveg eins og er að ef eg gengi fram á einn slíkan - þá hefði eg bara ekki hugmynd um hvað best væri að gera í stöðunni- ég hugsa að ég tæki til fótanna!! nema að ég væri svo heppin að vera með svæfingarlyf fyrir ísbirni á mér. Mín skoðun er sú að þetta hafi verið vel skiljanleg viðbrögð að fella greyið - á hinn bóginn finnst mer mikilvægt að við lærum af reynslunni og verðum í stakk búin að þyrma næsta bjössa þegar hann byrtist- hvar á landinu sem það verður. Líklega hefur nú bjössinn ekki gert sér grein fyrir að þetta villuráf hans þarna á heiðinni væri stórpólitískt mál á Íslandi....
ég sagði einhvers staðar að eg ætlaði að taka matarÆÐI mitt í gegn.. ég verð að segja að það hafa orðið smá framfarir þar- ég er komin í nammibindindi það er ótrúlegt hversu mikil áhrif mataræði hefur á andlega og líkamlega líðan ... að minnsta kosti mína
hvernig er það með ykkur - er alveg sama hverju þið úðið í ykkur???
ekki meira að sinni
adios
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.