20.10.2008 | 23:16
Davíð hvað?
Það er undarlegt með allt þetta sem gengur á í þjóðfélaginu í dag sagði kunningi minn við mig áðan. "Fólk heldur að ef Davíð verði vikið úr Seðlabankanum að þá verði allt gott aftur. Fólk er búið að persónugera þetta ástand við Davíð kallinn Oddson og nú er hann blátt áfram lagður í einelti þessi maður sem hefur unnið íslensku þjóðinni svo mikla farsæld í gegnum tíðina". Þegar hér var komið get eg ekki þagað lengur og sagði að líklega hefði það verið happadrýgst fyrir hina íslensku þjóð ef Davíð hefði aldrei farið í Seðlabankann. Ekki var þessi kunningi minn sammál mer í þvi enda telur hann Davíð allstaðar fremstan meðal jafningja og einhvers staðar varð hann að fá vinnu og Seðlabankinn hentaði jú ágætlega fannst honum. Þessi umræddi kunningi minn er nátturulega yfirlýstur sjálfstæðismaður og hrædd er eg um að hann fylgdi Davíð karlinum fyrir björg.
Eg vona sannarlega að nú sé komið að því í íslenkri pólitík að farið verði að ráða í æðstu stöður eftir þekkingu og getu, ekki eftir pólitískri skoðun. Ég trúi ekki öðru en við lærum hér af reynslunni.
Sígasprandi getulítill seðlabankastjóri er ekki það sem við þurfum á að halda og höfum aldrei þurft.
Hvað finnst ykkur annars?
ekki meira að sinni
adios
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góðar fréttir af Dabba
http://bylting-strax.blog.is/blog/bylting-strax/entry/681301Orgar, 20.10.2008 kl. 23:22
Ég er alveg á sama máli með þetta, held að Davíð blessaður sé löngu komin umfram sinn "best before date". Það sem undrar mig þó mest er að hann, þessi annars klári maður, skuli ekki búa yfir nægilegri dómgreind í til að vita þetta. Í því ástandi sem ríkir á Íslandi í dag er ekkert rúm fyrir pólitíska þvermóðsku. Því segi ég: Davíð, gjör rétt, við þolum ei órétt. Niður með kreppuna og burt með Davíð (Oddson) úr Seðló!
Frúin í útlandinu (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.