Jólin nálgast

Ég var rétt að komast í ´jóla/aðventu skapið í fyrradag þegar snjórinn var kominn. Viti menn - þessi snjókoma stóð stutt og nú er allt að verða rautt afturTounge Mér finnst alltaf doldið gaman að öllum ljósunum sem sett eru upp í desember og lýsa upp í svartasta skammdeginu.

Ég hef ákveðið að halda jólagjafainnkaupum í algjöru lágmarki og mikið létti mer við þá ákvörðun. Þvílíkt stress að hendast út um allan bæ í leit að "einhverju" handa fólki sem á allt- þarfnast einskis af þessu verladlega dóti- svo sér maður jafnvel hlutinn upp í skáp eða inn í geymslu hjá viðkomandi eftir nýár. Ég held að tími kerta og spila sé komin aftur. Síðustu ár hef ég flúið land um jól og áramót. Mér fannst þetta yfirgengilega neyslubrjálæði sem gekk yfir landið á aðventunni bara gera mig dapra, stundum jafnvel doldið reiða, en það var sérstaklega ef eg fór að pæla í þeirri misskiptingu sem viðgengst hér á jörð. Á meðan við erum að drepa okkur á ofáti og streitu tengdum sjúkdómum svelta milljónir barna og fjölskyldur þeirra. Á þessu neyslufylleríi okkar er nottla ekki mikill tími til að hugsa um meðbræður okkar og systur sem eru að glíma við sjúkdóma tengda fáfræði og vannæringu, eða eins og ein ung dama sagði við mig "eg nenni ekki að vera að hugsa um þetta fátæka lið þarna í Afríku- enda fær það ekkert meira að éta þó ég hafi áhyggjur af þeim". Ég vona þó að þetta sé ekki sá boðskapur sem bærist í hjörtum okkar nú þegara jólin nálgast.

ekki meira að sinni

adios


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Algert snilldarblogg, dúllan mín!

Ingasys (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband