Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Laun bankastjóra

Það lofar ekki góðu finnst mér laun piltsins sem ráðin hefur verið bankastjóri hins nýja KB banka. Það lofar heldur ekki góðu að sá snáði skuli koma úr röðum efstu stjórnenda bankans sem silgdu honum í strand. Ætli þetta sé það sem koma skal? Eru stjórnendur hjá ríkinu virkilega með um 2 milljónir á mánuði?. Er þetta ekki hámark siðleysi ríkisins að ráða hann inn á þessum launum? Af hverju var ekki auglýst í þessar stöður? og afhverju eru launin hans ekki takt við það sem mér er sagt að sé að gerast hér á Íslandi? Miðað við þessi laun hans dettur manni í hug að ástandið sé ekki eins grafalvarlegt og þeir Geir og Grani hafa látið í veðri vaka. 

ég hræðist það ógegnsæi sem við erum að verða vitni að........ á virkilega ekkert að læra af þessu???


Davíð hvað?

Það er undarlegt með allt þetta sem gengur á í þjóðfélaginu í dag sagði kunningi minn við mig áðan. "Fólk heldur að ef Davíð verði vikið úr Seðlabankanum að þá verði allt gott aftur. Fólk er búið að persónugera þetta ástand við Davíð kallinn Oddson og nú er hann blátt áfram lagður í einelti  þessi maður sem hefur unnið íslensku þjóðinni svo mikla farsæld í gegnum tíðina". Þegar hér var komið get eg ekki þagað lengur og sagði að líklega hefði það verið happadrýgst fyrir hina íslensku þjóð ef Davíð hefði aldrei farið í Seðlabankann. Ekki var þessi kunningi minn sammál mer í þvi enda telur hann Davíð allstaðar fremstan meðal jafningja og einhvers staðar varð hann að fá vinnu og Seðlabankinn hentaði jú ágætlega fannst honum. Þessi umræddi kunningi minn er nátturulega yfirlýstur sjálfstæðismaður og hrædd er eg um að hann fylgdi Davíð karlinum fyrir björg. 

Eg vona sannarlega að nú sé komið að því í íslenkri pólitík að farið verði að ráða í æðstu stöður eftir þekkingu og getu,  ekki eftir pólitískri skoðun. Ég trúi ekki öðru en við lærum hér af reynslunni.

Sígasprandi getulítill seðlabankastjóri er ekki það sem við þurfum á að halda og höfum aldrei þurft.

Hvað finnst ykkur annars?

ekki meira að sinni

adios


Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband