Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 14:25
hjúkrunarfræðingar
ég er svo ánægð með hjúkrunarfræðingana sem voru í Kastljósinu í gærkvöldi. Mér fannst þær málefnalegar og flottar. það er sannarlega komin tími til að hjúkrunarfræðingar sýni að þær standa þétt saman og það er ekki hægt að bjóða þeim hvað sem er. er það ekki makalaust að þær séu að lesa um stöðuna í eigin deilu - á meðan heilbrigðisráðherra og yfirstjórn sjúkrahússins segja ítrekað að það sé verið að "reyna" að semja við þær.
til hamingju stelpur - þið standið ykkur vel
ekki meira að sinni
adios
29.4.2008 | 19:30
smá hugleiðingar
Æ það er nú ágætt að blessaðir vörubílstjórarnir eru farnir að þreytast. Lögreglan fær tíma til að hvíla sig og safna kröftum. Mér fannst foringi þeirra bílstjóranna dálítið spaugilegur þegar hann sagði í viðtali einhvers staðar að nú væri komin tími til að alþingi færi að vinna vinnuna sína - það sem þyrfti að gera núna væri að kalla alþingi saman!
Hjúkkurnar virðast ákveðnar í að yfirgefa skurðstofurnar, maður spyr hvort ekki hefði verið skynsamlegra að reyna diplómatísku leiðina að hálfu stjórnenda, - hvað finnst ykkur? Vissulega er Landspítalinn stórt batterí, og mikið og erfitt mál að láta hann rúlla, en það er eins og að allar ákvarðanir sem teknar eru og hafa með rekstur hans eða þá þjónustu sem hann veitir að gera, séu teknar ofanfrá og gefnar skipanir niður eftir hírarkíinu, en Þeir einstaklingar sem vinna "á gólfinu" hafa lítið eða ekki neitt til málanna að leggja.
Karlófreskjan sem lokaði dóttur sína inni í kjallara og eignaðist með henni sjö börn -- maður er bara orðlaus, - þvílíkur viðbjóður
það sem fer mest í taugarnar á mér þessa dagana eru veggjakrotarar og sinuíkveikjarar, en á hinn bóginn er vorkoman og langir dagar það sem gleður
en það sem ber hæðst í mínu lífi er að eg er mikið að spá í að taka mataræði mitt í gegn-- og þá er eg að tala um matarÆÐI
Ég mun segja frá því af og til....
ekki meira í bili
24.4.2008 | 00:52
mómælendur og fleira gott fólk
þá er þessi dagur á enda. það hljóp heldur betur á snærið hjá fréttamönnum í dag. Eg var orðin hálf leið á þessu þegar líða tók á kvöldið. Mér fannst líka engu líkara en lögreglan væri í löggu og bófa leik- með sprey brúsa og kylfur á lofti. Ætli það sé ekki betra að fara samningaleiðina þegar svona stendur á? Reyndar voru þessi mótmæli orðin að hálfgerðum skrílslátum og krakkastubbar sem vissu lítð út á hvað þetta gekk farin að kasta eggjum í lögregluna sér til dægrastyttingar. Það verður spennandi að sjá hvað gerist nú á næstu dögum. Mér sýnist bílstjórarnir komnir í mikinn ham og langi í meira stuð. :)
svo verður líka spennandi að sjá hvernig deila hjúkrunarfræðinga á skurðstofum Landspítala fer. Í kvöldfréttum í kvöld sagðist heilbrigðisráðherra ekki trúa þvi að hjúkrunarfræðingar gengu út. Var hann ekki að spila út samviskuspilinu? Kannski er það það eina sem virkar á hjúkrunarfræðinga:(
en við sjáum hvað setur
ekki meira í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar