Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

eldhúsdagsumræður

Í minningunni eru eldhúsdagsumræður eitt af þvi leiðinlegasta sem hugsast gat. Það  hefur lítið skánað- kannski aðeins eftir að smá pólitískur áhugi vaknaði. Ég á bara í dottlum vandræðum með að skilja almennilega út á hvað pólitíkin gengur.

Mér finnst til dæmis alveg rosalega skrýtið að hið háa virðulega alþingi sé að fara í frí, þrátt fyrir að mörg mál séu enn óafgreidd sem til stóð að afgreiða nú í vor. Þarf maður ekki alltaf að klára áður en farið er í frí???

Guðni Ágústsson er nottla doldið fyndin - er hann að spila sig svona? Mér finnst hann Ögmundur Jónasson vera hálfgerður atvinnu nöldrari og Steingrímur Sigfússon leiðinlega aggresivur stundum. Geir Haarde er svona eins og ekta landsfaðir - hvað svo sem það er (!) fetar léttilega í spor Davíðs. Ingibjörg Sólrún sveiflast til og frá og er langt frá því að vera trú sínum prinsipp málum- enda verður hún nottla að halda friðin í sambúðinni við Geir og grananna  og greinilegt að ýmislegu er hægt að fórna fyrir það. Aumingja Þórunn Sveinbjarnar - hvað er þetta eiginlega með hana?? og af þvi að sjónvarpið er búið að vera opið hjá mer - þá dettur manni í hug hvort aumingja karlinn hann Guðjón Arnar ætli nú ekki að fara að drífa  sig á danska kúrinn ...

mér hefur ekki gengið sérlega vel að taka mataræðið mitt í gegn... en eg er alltaf að spá

ekki meira í bili

adios


leikhús

verð að segja ykkur að í gær fór ég í leikhús í Borgarnesi og sá Mr. Skallagrímsson- þetta er svo mikil snilld - skemmtilegt, fyndið og fræðandi. Mæli hiklaust með þessari sýningu.  Keyði þó í rólegheitum  til höfuðstaðarins aftur og passaði mig verulega á eftirlitsmyndavélunumCrying

Kjúklingabitarnir í Hyrnunni eru ekki peninganna virðiFrown ...  ekki orð um það meir!

Adios


hraðakstur

fyrir um viku síðan þurfti eg að fara upp á Bifröst í Borgarfirði fyrir son minn, sem var að vinna. þar sem að eg var að fara með gögn fyrir hann sem áttu að ná inn áður en skrifstofan lokaði keyrði eg aðeins yfir þessa 90 km sem leyfilegt er að keyra út á þjóðvegi no 1.

í gær fékk eg bréf frá lögreglunni í Stykkishólmi um að eg hefði verið "nöppuð" í myndavél á norðurleið á heilum 101 km hraða. Meðfylgjandi er svo innheimtudseðill upp á 23000 krónur - ef eg borga strax. Nú ef eg ekki borga innan vikutíma þá hækkar þetta í 30000 krónur - og ef eg ekki borga það - þá verður farið með þetta sem almennt sakamál. Fyrr má nú aldeilis vera.

Í gegnum tíðina hef ég svo ótal sinnum keyrt út á þessum hringvegi. VIð sem að erum vön að keyra þetta vitum það að fæstir keyra þennan veg á 90 km hraða. Eg reyni að passa mig að halda mig innan við 110 km hraða og hef alltaf gert. En ef eg ætti að dóla þetta á 90 kílómetrunum yrði eg illa pirruð á áfangastað.

Mér finnst þetta allt of allt of mikill peningur að borga fyrir ekki stærra brot en þetta:)

hvað finnst ykkur?

ToungeW00t


eftirlaunafrumvarp

Mér finnst ferlega skrýtið hvað það virðist vera mikið mál að afnema eftirlaunafrumvarpið. Mig minnir endilega að í síðustu alþingiskostningum hafi okkur verið lofað þvi að það yrði fellt úr gildi, enda finnst mér það sína okkur glöggt, svo ekki verði um vilst, að hér ríkir bullandi spilling.  En nú er það orðið svo flókið að fella þetta úr gildi að það virðist bara vera nánast ógerlegt. Það var ekki kvartað yfir þvi að það væri flókið þegar það var keyrt í gegnum þingið forðum, en nú eru víst breyttir tímar.

Eg er enn að spá í mataræðið mitt...... nú les eg utan á allar matarumbúðir og er að verða meðvituð um hvað eg er að láta ofan í mig. Hafið þið tekið eftir þvi hvað viðbættur sykur er víða í matvælum? meira að segja í kjúklingabringum er að finna viðbættan sykur........ Hvað finnst ykkur um það?

eg var oggu spæld þegar eg uppgötvaði það

Ekki meiri pælingar í bili

:)


Borgarstjóri

eg veit ekki um ykkur þarna úti - en þessa síðustu daga hef ég alltaf orðið hálf miður mín þegar borgarstjórinn okkar blessaður kemur fram í fjölmiðlum. Af hverju í ósköpunum er hann að þessu ströggli - það er svo greinilegt hvað hann þolir illa þetta pólítíska argaþvarg. Í kastljósþætti sjónvarpsins tönglaðist hann sífellt á þessu sama og mér sýnist sem að hann hafi aðeins sagt þrjár setningar síendurteknar allt viðtalið. Aumingja maðurinn! því fer hann svona illa með sjálfan sig??

Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband