Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 00:18
Tónleikar með Björk og Sigur Rós
ég trítlaði upp í Laugardal og sá og heyrði Björk syngja. Það var eiginlega meira svona upp á útiveruna en tónlistina sem eg fór, enda aldrei fattað tónlistina hennar almennilega. Það varð engin uppljómun hjá mér - þessi tónlistartegund er ekki minn tebolli en veðrið var fallegt og hellingur af fólki og bara þónokkur stemming. það verður hellings vinna að taka til í Laugardalnum eftir þessa tónleika. Tómir bjórbaukar og vínflöskur lágu á víð og dreif um dalinn ásamt öðru drasli frá þessu fólki sem var að styðja við "fagra Ísland" En eg býst við að Ólafur F. fari snemma á fætur í fyrramálið til að taka til og setja allt í stand aftur.
ekki meira í bili
adios
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 22:28
Flugumferðarstjórar úr takti við það sem er að gerast í samfélaginu
Ég meina hvað er með þessa flugumferðastjóra ég hreinlega fatta ekki þeirra hugmyndafræði í þessari vinnustöðvun. Á sama tíma og Icelandair segir upp fjölda flugmanna og flugfreyja vegna samdráttar- vilja þessir kútar fá sömu laun og flugstjórar...... þeir voru heppnir að ekki voru sett lög á þá, enda heyrðist mer vera frekar lágt risið á formanninum þeirra þegar talað var við hann í kvöldfréttunum í kvöld. Eg hef akkúrat enga samúð með þeim!
vonandi halda þeir sér á mottunni næstu árin:)
adios
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 14:42
hver ber ábyrgðina?
Hvað er með þetta Baugsmál.. ég er bara fegin að þurfa ekki að hlusta ( nema kannski að takmörkuðu leiti) meira á fréttaflutning af því, en eg velti fyrir mér hvernig hægt er að bruðla svona með almannafé-- hver er eiginlega ábyrgur fyrir þessu? er það sá sem valdið hefur eða?? getur einhver sagt mer það?
ekki meira í bili
adios
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 19:53
íhísbjarnarstúss
mér finnst það oggu merkilegt hvað fall ísbjarnarins á Þverárfjalli vakti hörð viðbrögð hjá fjölda fólks. Allir áttu það sammerkt að vita nákvæmlega hvernig átti að bregðast við bangsa þarna upp á regin fjöllum. Er það ekki kostulegt hvað það eru margir sem hafa það á hreinu hvað best er að gera í stöðunni ef gengið er fram á bangsa.
Ég segi bara alveg eins og er að ef eg gengi fram á einn slíkan - þá hefði eg bara ekki hugmynd um hvað best væri að gera í stöðunni- ég hugsa að ég tæki til fótanna!! nema að ég væri svo heppin að vera með svæfingarlyf fyrir ísbirni á mér. Mín skoðun er sú að þetta hafi verið vel skiljanleg viðbrögð að fella greyið - á hinn bóginn finnst mer mikilvægt að við lærum af reynslunni og verðum í stakk búin að þyrma næsta bjössa þegar hann byrtist- hvar á landinu sem það verður. Líklega hefur nú bjössinn ekki gert sér grein fyrir að þetta villuráf hans þarna á heiðinni væri stórpólitískt mál á Íslandi....
ég sagði einhvers staðar að eg ætlaði að taka matarÆÐI mitt í gegn.. ég verð að segja að það hafa orðið smá framfarir þar- ég er komin í nammibindindi það er ótrúlegt hversu mikil áhrif mataræði hefur á andlega og líkamlega líðan ... að minnsta kosti mína
hvernig er það með ykkur - er alveg sama hverju þið úðið í ykkur???
ekki meira að sinni
adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar