Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
13.8.2008 | 20:49
Meiri músík... meistari Clapton
eitthvað er ég nú löt í blogginu- enda mikið að gera yfir hásumarið. það eru ýmsar skyldur sem kalla, til að mynda að láta sér líða vel í sumarfríinu.. gera sem minnst og hugsa bara um eigið skinn:)
en eg fór á tónleikana með Clapton um daginn. Ég fílaði karlinn í botn og naut þess virkilega að vera þarna. það var ótrúlegt að sjá og heyra kraftinn í tónlistinni og merkilegt hvað hann hefur enn mikið úthald. Mer fannst þó vanta upp á að hann tæki gömlu slagarana sína eins og Lay down Sally, Laila, I shot the sheriff og fleiri og fleiri. Ég var létt pirruð á sleðaganginum sem kom á daginn ef maður vildi kaupa sér drykk. Þarna var ferlega heitt og allir löðursveittir, en eg mátti standa í biðröð í eina og hálfa klukkustund til að komast að til að kaupa drykki. Þarna voru örfáir litlir krakkar ( ekki yfir 18 ára mundi eg giska á) að afgreiða bjór, hvítvín og vatn. þetta tók óratíma þvi að ekki mátti afgreiða bjórinn í dósunum heldur var honum helt í plastglas og sama gilti um hvítvínið. þetta tók óratíma og fólkið sem stóð þarna í biðröð frekar óhresst með ástandið. Er það ekki doldið klikkað að fyrir miða sem kostar 9000 kr. skuli manni vera boðið upp á slíkt?? ég á ekki von á að það hafi mikill peningur farið í að borga þeim sem unnu á barnum, því þau voru sennilega á lægsta taxta og svo voru þau líka svo fá. oggu molbúalegt. Get lítið dæmt um Ellen því allan þann tíma sem hún var að syngja var eg í biðröðinni. En Clapton var schnilld:)
en nú er spennandi að vita hver verða næstu skref í borgarmálunum:)
adios
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar