Jólin nálgast

Ég var rétt að komast í ´jóla/aðventu skapið í fyrradag þegar snjórinn var kominn. Viti menn - þessi snjókoma stóð stutt og nú er allt að verða rautt afturTounge Mér finnst alltaf doldið gaman að öllum ljósunum sem sett eru upp í desember og lýsa upp í svartasta skammdeginu.

Ég hef ákveðið að halda jólagjafainnkaupum í algjöru lágmarki og mikið létti mer við þá ákvörðun. Þvílíkt stress að hendast út um allan bæ í leit að "einhverju" handa fólki sem á allt- þarfnast einskis af þessu verladlega dóti- svo sér maður jafnvel hlutinn upp í skáp eða inn í geymslu hjá viðkomandi eftir nýár. Ég held að tími kerta og spila sé komin aftur. Síðustu ár hef ég flúið land um jól og áramót. Mér fannst þetta yfirgengilega neyslubrjálæði sem gekk yfir landið á aðventunni bara gera mig dapra, stundum jafnvel doldið reiða, en það var sérstaklega ef eg fór að pæla í þeirri misskiptingu sem viðgengst hér á jörð. Á meðan við erum að drepa okkur á ofáti og streitu tengdum sjúkdómum svelta milljónir barna og fjölskyldur þeirra. Á þessu neyslufylleríi okkar er nottla ekki mikill tími til að hugsa um meðbræður okkar og systur sem eru að glíma við sjúkdóma tengda fáfræði og vannæringu, eða eins og ein ung dama sagði við mig "eg nenni ekki að vera að hugsa um þetta fátæka lið þarna í Afríku- enda fær það ekkert meira að éta þó ég hafi áhyggjur af þeim". Ég vona þó að þetta sé ekki sá boðskapur sem bærist í hjörtum okkar nú þegara jólin nálgast.

ekki meira að sinni

adios


gleðifréttir

það var sannarlega komin tími til gleðilegra tíðinda. Kosning ameríska drengsins Barraks Husseins í stöðu forseta Bandaríkjanna ætti samt að vera okkur íslendingum gleðitíðindi. Fyrir utan það að ætla sér að takast á vð bandaríska heibrigðiskerfið, loka Guantanamo, kalla heim hermennina frá Irak og jafnvel hækka skattana, þá er það merkilegt í ljósi sögunnar að þeldökkur maður sitji á forsetasól Ameríku. Og svo er það spurningin hvort það kemur okkur íslendingum ekki beint til góða...

Partur af döpru fréttunum frá gærdeginum er kannski þetta hvað menntamálaráðherrann okkar og hennar maki töpuðu miklum peningum við fall bankana. Hann sem sagt yfirmaður í Kaupþingi og hún yfirmaður menntamála í landinu héldu að hagkefi landsins væri að fúnkera alveg þangað til fyrsti bankinn fór á hliðina! :(  oggu skrýtið eða...........

hvað finnst ykkur?

adios


Laun bankastjóra

Það lofar ekki góðu finnst mér laun piltsins sem ráðin hefur verið bankastjóri hins nýja KB banka. Það lofar heldur ekki góðu að sá snáði skuli koma úr röðum efstu stjórnenda bankans sem silgdu honum í strand. Ætli þetta sé það sem koma skal? Eru stjórnendur hjá ríkinu virkilega með um 2 milljónir á mánuði?. Er þetta ekki hámark siðleysi ríkisins að ráða hann inn á þessum launum? Af hverju var ekki auglýst í þessar stöður? og afhverju eru launin hans ekki takt við það sem mér er sagt að sé að gerast hér á Íslandi? Miðað við þessi laun hans dettur manni í hug að ástandið sé ekki eins grafalvarlegt og þeir Geir og Grani hafa látið í veðri vaka. 

ég hræðist það ógegnsæi sem við erum að verða vitni að........ á virkilega ekkert að læra af þessu???


Davíð hvað?

Það er undarlegt með allt þetta sem gengur á í þjóðfélaginu í dag sagði kunningi minn við mig áðan. "Fólk heldur að ef Davíð verði vikið úr Seðlabankanum að þá verði allt gott aftur. Fólk er búið að persónugera þetta ástand við Davíð kallinn Oddson og nú er hann blátt áfram lagður í einelti  þessi maður sem hefur unnið íslensku þjóðinni svo mikla farsæld í gegnum tíðina". Þegar hér var komið get eg ekki þagað lengur og sagði að líklega hefði það verið happadrýgst fyrir hina íslensku þjóð ef Davíð hefði aldrei farið í Seðlabankann. Ekki var þessi kunningi minn sammál mer í þvi enda telur hann Davíð allstaðar fremstan meðal jafningja og einhvers staðar varð hann að fá vinnu og Seðlabankinn hentaði jú ágætlega fannst honum. Þessi umræddi kunningi minn er nátturulega yfirlýstur sjálfstæðismaður og hrædd er eg um að hann fylgdi Davíð karlinum fyrir björg. 

Eg vona sannarlega að nú sé komið að því í íslenkri pólitík að farið verði að ráða í æðstu stöður eftir þekkingu og getu,  ekki eftir pólitískri skoðun. Ég trúi ekki öðru en við lærum hér af reynslunni.

Sígasprandi getulítill seðlabankastjóri er ekki það sem við þurfum á að halda og höfum aldrei þurft.

Hvað finnst ykkur annars?

ekki meira að sinni

adios


Meiri músík... meistari Clapton

eitthvað er ég nú löt í blogginu- enda mikið að gera yfir hásumarið. það eru ýmsar skyldur sem kalla, til að mynda að láta sér líða vel í sumarfríinu.. gera sem minnst og hugsa bara um eigið skinn:)

en eg fór á tónleikana með Clapton um daginn. Ég fílaði karlinn í botn og naut þess virkilega að vera þarna. það var ótrúlegt að sjá og heyra kraftinn í tónlistinni og merkilegt hvað hann hefur enn mikið úthald. Mer fannst þó vanta upp á að hann tæki gömlu slagarana sína eins og Lay down Sally, Laila, I shot the sheriff og fleiri og fleiri.   Ég var létt pirruð á sleðaganginum sem kom á daginn ef maður vildi kaupa sér drykk. Þarna var ferlega heitt og allir löðursveittir, en eg mátti standa í biðröð í eina og hálfa klukkustund til að komast að til að kaupa drykki. Þarna voru örfáir litlir krakkar ( ekki yfir 18 ára mundi eg giska á) að afgreiða bjór, hvítvín og vatn. þetta tók óratíma þvi að ekki mátti afgreiða bjórinn í dósunum heldur var honum helt í plastglas og sama gilti um hvítvínið. þetta tók óratíma og fólkið sem stóð þarna í biðröð frekar óhresst með ástandið. Er það ekki doldið klikkað að fyrir miða sem kostar 9000 kr. skuli manni vera boðið upp á slíkt?? ég á ekki von á að það hafi mikill peningur farið í að borga þeim sem unnu á barnum, því þau voru sennilega á lægsta taxta og svo voru þau líka svo fá. oggu molbúalegt.  Get lítið dæmt um Ellen því allan þann tíma sem hún var að syngja var eg í biðröðinni. En Clapton var schnilld:)

en nú er spennandi að vita hver verða næstu skref í borgarmálunum:)

adios


Tónleikar með Björk og Sigur Rós

ég trítlaði upp í Laugardal og sá og heyrði Björk syngja. Það var eiginlega meira svona upp á útiveruna en tónlistina sem eg fór, enda aldrei fattað tónlistina hennar almennilega.  Það varð engin uppljómun hjá mér - þessi tónlistartegund er ekki minn tebolliCool en veðrið var fallegt og hellingur af fólki og bara þónokkur stemming. það verður hellings vinna að taka til í Laugardalnum eftir þessa tónleika. Tómir bjórbaukar og vínflöskur lágu á víð og dreif um dalinn ásamt öðru drasli frá  þessu fólki sem var að styðja við "fagra Ísland" En eg býst við að Ólafur F. fari snemma á fætur í fyrramálið til að taka til og setja allt í stand aftur.

ekki meira í bili

adios

  


Flugumferðarstjórar úr takti við það sem er að gerast í samfélaginu

Ég meina hvað er með þessa flugumferðastjóraSick ég hreinlega fatta ekki þeirra hugmyndafræði í þessari vinnustöðvun. Á sama tíma og Icelandair segir upp fjölda flugmanna og flugfreyja vegna samdráttar- vilja þessir kútar fá sömu laun og flugstjórar...... þeir voru heppnir að ekki voru sett lög á þá, enda heyrðist mer vera frekar lágt risið á formanninum þeirra þegar talað var við hann í kvöldfréttunum í kvöld. Eg hef akkúrat enga samúð með þeim!

vonandi halda þeir sér á mottunni næstu árin:)

adios


hver ber ábyrgðina?

Hvað er  með þetta BaugsmálBandit.. ég er bara fegin að þurfa ekki að hlusta ( nema kannski að takmörkuðu leiti) meira á fréttaflutning af því, en eg velti fyrir mér hvernig hægt er að bruðla svona með almannafé-- hver er eiginlega ábyrgur fyrir þessu?  er það sá sem valdið hefur eða??  getur einhver sagt mer það?

ekki meira í bili

adios


íhísbjarnarstúss

mér finnst það oggu merkilegt hvað fall ísbjarnarins á Þverárfjalli vakti hörð viðbrögð hjá fjölda fólks. Allir áttu það sammerkt að vita nákvæmlega hvernig átti að bregðast við bangsa þarna upp á regin fjöllum. Er það ekki kostulegt hvað það eru margir sem hafa það á hreinu hvað best er að gera í stöðunni ef gengið er fram á bangsa.

Ég segi bara alveg eins og er að ef eg gengi fram á einn slíkan -  þá hefði eg bara ekki hugmynd um hvað best væri að gera í stöðunni- ég hugsa að ég tæki til fótanna!! nema að ég væri svo heppin að vera með svæfingarlyf fyrir ísbirni á mér.  Mín skoðun er sú að þetta hafi verið vel skiljanleg viðbrögð að fella greyið - á hinn bóginn finnst mer mikilvægt að við lærum af reynslunni og verðum í stakk búin að þyrma næsta bjössa þegar hann byrtist- hvar á landinu sem það verður. Líklega hefur nú bjössinn ekki gert sér grein fyrir að þetta villuráf hans þarna á heiðinni væri stórpólitískt mál á Íslandi.... 

 ég sagði einhvers staðar að eg ætlaði að taka matarÆÐI mitt í gegn.. ég verð að segja að það hafa orðið smá framfarir þar- ég er komin í nammibindindiGasp það er ótrúlegt hversu mikil áhrif mataræði hefur á andlega og líkamlega líðan ... að minnsta kosti mínaW00t hvernig er það með ykkur - er alveg sama hverju þið úðið í ykkur???

ekki meira að sinni

adios

 


eldhúsdagsumræður

Í minningunni eru eldhúsdagsumræður eitt af þvi leiðinlegasta sem hugsast gat. Það  hefur lítið skánað- kannski aðeins eftir að smá pólitískur áhugi vaknaði. Ég á bara í dottlum vandræðum með að skilja almennilega út á hvað pólitíkin gengur.

Mér finnst til dæmis alveg rosalega skrýtið að hið háa virðulega alþingi sé að fara í frí, þrátt fyrir að mörg mál séu enn óafgreidd sem til stóð að afgreiða nú í vor. Þarf maður ekki alltaf að klára áður en farið er í frí???

Guðni Ágústsson er nottla doldið fyndin - er hann að spila sig svona? Mér finnst hann Ögmundur Jónasson vera hálfgerður atvinnu nöldrari og Steingrímur Sigfússon leiðinlega aggresivur stundum. Geir Haarde er svona eins og ekta landsfaðir - hvað svo sem það er (!) fetar léttilega í spor Davíðs. Ingibjörg Sólrún sveiflast til og frá og er langt frá því að vera trú sínum prinsipp málum- enda verður hún nottla að halda friðin í sambúðinni við Geir og grananna  og greinilegt að ýmislegu er hægt að fórna fyrir það. Aumingja Þórunn Sveinbjarnar - hvað er þetta eiginlega með hana?? og af þvi að sjónvarpið er búið að vera opið hjá mer - þá dettur manni í hug hvort aumingja karlinn hann Guðjón Arnar ætli nú ekki að fara að drífa  sig á danska kúrinn ...

mér hefur ekki gengið sérlega vel að taka mataræðið mitt í gegn... en eg er alltaf að spá

ekki meira í bili

adios


Næsta síða »

Höfundur

Hildur
Hildur
júbbídíjú:):)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband